top of page

Hæfniþrepin fjögur

Þó það kunni að virðast undarlegt í fyrstu er vel hægt að æfa sig í andlegu hliðinni. Við þurfum bara að vita í hverju við eigum að æfa okkur. Hæfniþrepin fjögur (The Four Stages of Competence) snúast um hvernig við öðlumst hæfni og eru þau mjög gott verkfæri fyrir persónulegan vöxt ef maður lærir að nota það rétt. Þau lýsa sér svona: 

1. stig - Ómeðvitaður og óhæfur:

Einstaklingur er ómeðvitaður um vandamálið* (skuggann) og þess vegna óhæfur til að takast á við það. Þessu má líkja við að vera blindur. Einstaklingurinn virkilega sér ekki og þess vegna ekki hægt að gera kröfur um að hann viti hvað hann eigi að gera.

2. stig - Meðvitaður og óhæfur:

Einstaklingur hefur tekið eftir og viðurkennt að það sé vandamál (skuggi) til staðar. Einstaklingurinn er þess vegna meðvitaður um skuggann en ennþá óhæfur til þess að leysa úr honum eða bregðast við á nýjan hátt þegar trigger á sér stað. Þetta skref felur einungis í sér að taka eftir skugganum.

3. stig - Meðvitaður og hæfur:

Einstaklingur er búinn að taka nógu oft eftir vandamálinu (skugganum) hjá sér til þess að geta leiðrétt hegðun sína og farið nýja leið þegar trigger á sér stað. Einstaklingur þarf samt að vera meðvitað að fylgjast með þó hann sé orðinn hæfur til þess að fara nýja leið þegar hann verður fyrir trigger.

4. stig - Ómeðvitaður og hæfur:

Einstaklingur er búinn að endurtaka þessi nýju viðbrögð það oft að þau eru orðin ósjálfráð. Þess vegna er hann orðinn hæfur á sviði þar sem áður var vandamál (skuggi) og fer ómeðvitaður nýju leiðina. Nýja leiðin er núna komin inn í undirmeðvitundina og einstaklingurinn búinn að leysa úr heftandi hegðun sinni. Þessi tegund af atburði mun því ekki lengur hamla honum.

*Hér er hugtakið vandamál hugsað frekar sem ráðgáta en að eitthvað sé að 

Æfingin snýst um að koma sér frá 1. stigi yfir á 2. stig með því að taka eftir vandamálinu og taka ábyrgð á því. Þetta er erfiðasta skrefið og tekur tíma.
Þegar við höfum gert þetta nógu oft öðlumst við hæfni í að fara nýja leið og erum þar með byrjuð að vinna okkur úr 2. stigi yfir í 3. stig. Þegar við erum komin hingað erum við orðin það meðvituð að það ætti ekkert að geta stoppað okkur í að komast í mark. Þó mun það vissulega taka tíma að koma nýju leiðinni í undirmeðvitundina þar sem við þurfum ekki lengur að hafa fyrir henni.

Þátttakendur skilja að þrátt fyrir að tímarnir geti haft jákvæð áhrif á andlegan vöxt, þá er ekki staðfest að það muni eiga sér stað. Þátttakendur skilja að þessir tímar eru ekki meðferð og koma ekki í stað meðferðar ef þörf er á því. Þetta eru skoðanir og persónuleg sýn leiðbeinanda og þátttakendur skilja að allar ákvaðanir teknar tengdar náminu eru á eigin ábyrgð. 

bottom of page